Látum gott af okkur leiða
Hlaupum saman til góðs
Árstíðahlaup er hlaupasería sem hefur þróast frá því að vera samhlaup með einu markmiði #1 hittast og hlaupa saman á árstíðaskiptum
yfir í það að hafa tvö markmið
#2 safna peningum til að gefa ungum stelpum í fjallahéruðum Nepal tækifæri á að láta draum sinn rætast um að gerast fjallaleiðsögukonur í Himalaya.
Verð í Árstíðahlaup er 2000 kr og rennur öll upphæðin beint til þjálfunar stúlknanna.
Um verkefnið
Lífið í Nepal er mun erfiðara en á Íslandi - en þar er mikil fátækt og jarðskjálftar og snjóflóð hafa haft mikil áhrif á líf fólks.
Stúlkur eiga erfitt með að láta drauma sína rætast og stefnum við að því að aðstoða nokkrar þeirra við að láta draum sinn um að gerast leiðsögukonur rætast.
Okkar markmið er að safna peningum til að halda námskeið (tryggingar, matur og ferðakostnaður). Fjallaleiðsögumaður sem heitir AngTshering Lama (hann hefur farið ófáar ferðir upp á Everest) mun þjálfa þær og er öll vinna við þetta verkefni í sjálfboðavinnu.
Fyrsta námskeiðið var haldið sumarið 2020 og gekk vonum framar, stelpurnar voru fullar
af eldmóð eftir vel heppnað fjallamennsku námskeið (sjá á Instragram síðunni okkar í Higlight)! Núna söfnum við fyrir næsta námskeiði en það verður kletta- og ísklifurnámskeið.
Í Nepal er hægt að gera ýmislegt við 2000 kr og ykkar framlag skiptir því miklu máli.