Sumarsólstöðuhlaup
fös., 21. jún.
|Dyradalur
Fögnum sumrinu og því að sólin er núna ~ 24 klst á lofti hvern dag.
Tími og staðsetning
21. jún. 2019, 19:00 – 22:00
Dyradalur, Iceland
Meira um hlaupið
Sumarsólstöðuhlaupið 2019 mun hefjast í Dyradal við Nesjavallaveg og bæði styttri og lengri leiðin munu leiða okkur að náttúruperlunni Marardal.
Styttri leiðin : fram og tilbaka inn í Marardal (ca. 11 km)
Lengri leiðin : inn í Marardal og síðan undir veggjum Hengilsins tilbaka inn í Dyradal (ca. 17 km og 600 m hækkun)
Leiðirnar verða birtar þegar nær dregur hlaupinu og munu allir fá þær á tölvutækuformi til að hlaupa eftir í úri/síma.
Athugið : aðeins eru 50 laus sæti í boði í þessu hlaupi og biðjum við fólk um að skrá sig ekki nema það sé öruggt um að ætla sér að mæta (nema auðvitað að það gjósi í Henglinum eða eitthvað álíka) þetta er gert af skipulagsástæðum.
Hressing að hlaupi loknu í boði SATT Restaurant!