Vorjafndægur 2020
fös., 20. mar.
|Sæmundarskóli
Fögnum því að nú eru dagur og nótt jafnlöng!
Tími og staðsetning
20. mar. 2020, 19:00
Sæmundarskóli, Gvendargeisli 168, Reykjavík, Iceland
Meira um hlaupið
Athugið : breytt staðsetning og breytt leið!
Á Íslandi er alltaf allra veðra og aðstæðna von!
Þó við ákveðum að fara út að hlaupa þá er það er þitt að ákveða hvort þú treystir þér með.
Þó að Vorjafndægur sé klukkan 3:50 að nóttu þá ætlum við að hlaupa seinnipartinn.
Hlaupið hefst kl 19:00 (7:00 PM) í Grafarholti
Leggjum af stað frá Sæmundarskóla í Grafarholti kl 19:00. Athugið að þetta er ný leið og við erum ekki búnar að skoða aðstæður : Ævintýrahlaup!
Hlaupið er frá Reynisvatni í átt að Hafravatni og síðan um Hólmsheiði tilbaka framhjá Rauðavatni s.s 3ja vatna leið!
Lengri leiðin er um 20 km - Leiðin
Milli leiðin er um 15 km - Leiðin
Styttri leiðin er um 10 km og hefst á sama tíma kl 19:00 - Leiðin
Allir hlauparar þurfa að hafa með sér höfuðljós (það verður komið myrkur upp úr 20:30), hlaupabrodda og leiðina í úri/síma :)
ATH : Þó það kosti ekkert í hlaupið þá langar okkur að biðja ykkur um að setja 500-1000 kr í krukku til styrktar góðu málefni í Nepal.
Ölgerðin Egils ætlar í lok hlaupsins að gefa hlaupurum dós af nýjum drykk sem þeir bjóða upp á og kallast 105 koffínvatn! jibbý :)