Um hlaupin

Hugmyndin varð til í desember 2018 þegar Helga María og Rúna Rut tóku þá ákvörðun að hlaupa Jaðarinn að nóttu til á Vetrarsólstöðum. Þær buðu nokkrum fjallahlaupurum með sér og 16 manns mættu. Það var í raun geggjaðasta hlaup ársins!

Í framhaldinu ákváðu þær að hlaupa árlega á sólstöðum og jafndægrum.

Hlaupin eru þvi fjögur talsins og eru öll í kringum 15-20 km utanvega (geta verið sem dæmi 12 km með 800 m hækkun sem samsvarar um 20 km hlaupi), fyrir þá sem treysta sér ekki í 20 km þá er hægt að hlaupa áleiðis með hópnum, snúa við þegar hentar og stundum er styttri vegalengd í boði. Þetta er ekki keppni heldur samhlaup og því hver og einn á sína eigin ábyrgð. Allir geta halað leiðinni niður í úrið sitt/síma og hlaupa síðan á sínum hraða með öðrum sem eru á sama hraða. Í lok hlaupsins stoppum við og spjöllum yfir heitum/köldum drykk. 

Okkur hjá Árstíðahlaupum langar að bjóða öllum með okkur! Vonandi getum við aukið skilning fólks á þessum hugtökum og einnig ýtt undir þakklæti þeirra sem hlaupa á gangi lífsins. Verum í núinu og njótum þess sem hver árstíð hefur upp á að bjóða!

Skilmálar

Ég skil að með því að taka þátt í viðburðum á vegum Árstíðahlaupa sé ég á eigin ábyrgð og að öryggi mitt sem hlaupari er á mína eigin ábyrgð. Ég sem þátttakandi í hlaupi á vegum Árstíðahlaupa ábyrgist að vera nógu vel undirbúin(n) þjálfunarlega, næringarlega og búnaðarlega séð.

 

Gert er ráð fyrir því að hlauparar séu sjálfstæðir og hafi getu til að fylgja GPS leið í úri/síma. Hlaupið er ekki keppnishlaup og því verða ekki drykkjastöðvar eða starfsfólk á leiðinni líkt og í almennum keppnishlaupum.

© 2019 by Aría Ævintýri. Proudly created with Wix.com

  • White Facebook Icon
  • White Instagram Icon